Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 22:40 Magnus Carlsen mætir hingað til lands til að keppa í Fischerskákmóti. Heimir Már ræddi við formann Skáksambandsins á sögufrægum slóðum. vísir/arnar Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum, Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum,
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46