Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 22:40 Magnus Carlsen mætir hingað til lands til að keppa í Fischerskákmóti. Heimir Már ræddi við formann Skáksambandsins á sögufrægum slóðum. vísir/arnar Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum, Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var staddur á Hótel Natura þar sem mótið verður haldið, sem hét hótel Loftleiðir þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Mótstaðurinn er því ekki tilviljun enda gisti skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Bobby Fischer þar á meðan einvíginu stóð. Úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ræddi við Heimi við eftirlíkingarborð af því sem Fischer og Spassky tefldu skákina frægu á. Gunnar segir Fischerskákina frábrugðna þeirri hefðbundnu að því leyti að taflmönnum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin sem eru á sínum stað. Þannig er hægt að raða taflmönnunum á 960 ólíka vegu. „Skákmönnum finnst Fischerskákin skemmtileg þar sem þar geta þeir ekki undirbúið sig á sama hátt. Þetta er því meiri áskrun fyrir þá.“ Heimsmeistarinn Magnus Carlsen tekur þátt í mótinu og hefur harma að hefna að sögn Gunnars. „Hann tapaði heimsmeistaraeinvíginu fyrir Wesley So árið 2019 í Noregi, þannig hann hefur eitthvað að sanna hér. Hann ætlar að tefla upp á þennan heimsmeistaratitil þó hann tefli ekki um hinn.“ Gunnar segir keppendur hafa verið valda þannig að fjórir hafi komist að í gegnum undankeppni á netinu. Magnus Carlsen og Wesley So hafi komist að þar sem þeir urðu í efstu tveimur sætum síðast. Þá tilnefni FIDE, alþjóðaskáksambandið, einn skákmeistara sem og Skáksamband Íslands sem tilnefnt hefur Hjörvar Stein Grétarsson, stórmeistara. Á sunnudaginn, 30. október, lýkur keppninni og Gunnar býst við því að Magnus Carlsen nái að minnsta kosti í úrslit. „Hann er nú besti skákmaður í heimi,“ segir Gunnar að lokum,
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46