„Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 23:20 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli sinna manna gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur 29-29, en Grótta leiddi leikinn með fjögurra marka mun þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
„Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira