„Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 23:20 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var niðurlútur eftir jafntefli sinna manna gegn Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur 29-29, en Grótta leiddi leikinn með fjögurra marka mun þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
„Svo byrjum við bara að spila okkar leik og frábær karakter í liðinu að lenda undir, þarna einhverjum fjórum mörkum undir held ég eftir einhverjar átta mínútur og komum aftur inn í leikinn og erum bara að gera hlutina vel. Við erum að ná að spila á mörgum mönnum. Allir með framlag. Þú veist ég get ekki beðið um meira framlag frá þessum strákum. Þetta er bara stórkostlegt að vinna með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, um fyrri hálfleik liðs síns en Grótta lenti fjórum mörkum undir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. „Mér fannst það bara náttúrulega ganga bara mjög vel, fyrir utan síðustu tvær mínúturnar eða hvað það var. Mér fannst við bara vera spila mjög agaðan leik. Við keyrðum þegar við gátum keyrt, minna en vanalega vegna þess að Framararnir hlaupa bara vel heim. Svo spilum við bara fínan sóknarleik, eða þú veist við spilum agað. Ég er ekkert endilega að segja að þetta hafi verið heimsklassa sóknarleikur, langt því frá, en við erum að spila agað og við erum að ná að teygja á þeim og erum að komast í færi í lokin og það er flott,“ sagði Róbert aðspurður um hvernig gekk fyrir sína menn í Gróttu að leiða leikinn. Daníel Örn Griffin, hægri skytta Gróttu, átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk. Þetta er fyrsti leikur sem Daníel spilar stóran hluta af, eftir langvarandi hnémeiðsli. „Daníel var náttúrulega meiddur í fyrra, sleit krossband, og hann er bara að komast í gang. Ég mat það bara þannig og teymið mat það bara þannig að hann væri klár í dag. Mér fannst hann ekki vera klár í hina leikina. Hann spilaði náttúrulega á móti ÍR og þá kom bakslag þar og þetta tekur bara tíma að koma aftur eftir svona meiðsli og Ari búinn að vera flottur líka. Við erum komnir með þá tvo þarna núna er bara geggjað. Gefur okkur rosa mikið og hann stóð sig náttúrulega bara frábærlega í dag hann Griffin, bæði í vörn og sókn,“ segir Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu um leikmann sinn, Daníel Örn Griffin. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk rautt spjald í kvöld fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram, í síðari hálfleik. „Ég sá það ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson, aðspurður út í atvikið. Lokasóknir Gróttu er það sem hafði úrslitaáhrif á leikinn en liðið leiddi með fjórum mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir. „Við gerðum það náttúrulega ekki nógu vel. Við héldum að við værum alveg með þetta þú veist. Við sköpuðum okkur alveg færi svo komu aðrar sóknir sem voru ekki eins góðar. Ég held að ég taki þessar síðustu þrjár lokamínútur bara á mig. Ég hefði bara átt að stjórna þessu betur, taka kannski leikhlé fyrr. Auðvitað er þetta mikilvægt en þeir spiluðu bara fanta leik strákarnir. Ég ætla þannig bara að taka þessar þrjár mínútur á mig og leyfa strákunum að fá heiðurinn af frábærum leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira