Hinn 79 ára Jintao var forseti Kína á árunum 2003 til 2013. Hefur hann verið viðstaddur flokksþing flokksins þar sem búist er við að samþykkt verði að Xi Jinping, núverandi forseti Kína og arftaki Jintao, verði áfram við völd.
Jintao sat við hlið Jinping upp á sviði flokksþingsins er hann var leiddur á brott af tveimur starfsmönnum. Í frétt BBC segir að Jintao hafi sagt eitthvað við Jinping sem hafi svo kinkað kolli.
Stephen McDonnel, fréttaritari BBC í Kína segir að myndband af atvikinu hafi vakið upp miklar spurningar en afar fátt sé um svör frá kínverskum yfirvöldum.
Segir hann að tvær mögulegar skýringar séu á atvikinu. Mögulega hafi heimsbyggðin þarna orðið vitni að valdaspili Jinping sem hafi þarna viljað að allir myndu sjá að hann og hann einn væri við völd. Hin skýringin sé sú að mögulega glími Jintao við heilsufarsvandamál.