Fótbolti

Jasmín Erla framlengir við Stjörnuna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jasmín Erla Ingadóttir verður áfram í Garðabænum. 
Jasmín Erla Ingadóttir verður áfram í Garðabænum.  Vísir/Hulda Margrét

Jasmín Erla Ingadóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Jasmín Erla rifti samningi sínum við Stjörnuna á dögunum en nú hefur hún samið við félagið á nýjan leik. 

Þessi 24 ára gamli framherji varð markadrottning Bestu deildarinnar á nýlokinni leiktíð og hjálpaði Stjörnuliðinu að tryggja annað sætið sem veitir liðinu þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili.

„Þađ er hressandi ađ vita til þess ađ viđ Jasmìn förum inn í fimmta áriđ saman međ Stjörnunni. Framfarir á hverju ári og ávallt háleit og raunhæf markmiđ. 

Spennandi en jafnframt krefjandi mànuđir framundan. Til hamingju” segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um undirskriftina á samfélagsmiðlum Garðbæinga. 

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, framlengdi saming sinn við Stjörnuna á dögunum. 

Katrín Ásbjörnsdóttir rifti hins vegar samningi sínum við Stjörnuna í vikunni og spurning hvort að Stjarnan nái að tryggja sér krafta hennar áfram líkt Jasmínar Erlu og Önnu Maríu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×