Mjög dapurlegt að fjölskylda sé í þessari stöðu Snorri Másson skrifar 23. október 2022 16:47 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun. Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram. Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram.
Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31