Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 18:34 Xi Jinping, forseti Kína, kátur við lok flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. ap Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml. Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml.
Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05