Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 09:02 Á RT-sjónvarpsstöðinni er rekinn áróður fyrir stríði Rússa í Úkraínu. Ummæli þáttastjórnanda þar um að drekkja börnum í síðustu viku þóttu fara yfir strikið, jafnvel hjá rússneskum yfirvöldum. Vísir/Getty Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira