Farbann hálfmáttlaust úrræði að mati vararíkissaksóknara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. október 2022 13:33 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir fátt geta komið í veg fyrir að sakamenn brjóti gegn farbanni og flýi land, sérstaklega á Schengen-svæðinu. Fælingarmáttur úrræðisins sé frekar fólginn í því að fólk almennt vilji ekki vera á flótta undan réttvísinni og þurfa sífellt að vera á varðbergi. vísir/vilhelm Vararíkissaksóknari segir farbann sem úrræði vera hálfmáttlaust ef menn hafa á annað borð í hyggju að flýja land, sérstaklega fyrir sakamenn á Schengen-svæðinu. Fælingarmátturinn felist frekar í því að fólk hafi almennt ekki áhuga á að vera á flótta undan réttvísinni. Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“ Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“
Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54
Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04