Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2022 21:14 Benfica gerði út um vonir Juventus. Gualter Fatia/Getty Images Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Juventus þurfti sárlega á sigri að halda er liðið heimsótti Benfica til Portúgal í kvöld þar sem liðið sat í þriðja sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Benfica sem sat í öðru sæti. Ekki byrjaði það vel fyrir ítalska liðið þar sem Antonio Silva kom heimamönnum yfir strax á 17. mínútu, en Moise Kean jafnaði metin fyrir gestina fjórum mínútum síðar. Heimamenn tóku þó forystuna á ný þegar Joao Mario skoraði af vítapunktinum á 28. mínútu áður en Rafa Silva breytti stöðunni í 3-1 stuttu fyrir hálfleik. Grátt breyttist svo í svart þegar Rafa Silva bætti öðru marki sínu og fjórða marki Benfica við snemma í síðari hálfleik og brekkan orðin ansi brött fyrir Juventus. Arkadiusz Milik og Weston McKennie klóruðu þó í bakkann fyrir gestina með sínu markinu hvor á seinasta stundarfjórðungi leiksins, en nær komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 4-3 sigur Benfica. Benfica situr því í öðru sæti H-riðils með 11 stig þegar einn leikur er eftir, átta stigum fyrir ofan Juventus sem situr í þriðja sæti. Benfica er því á leið í 16-liða úrslit, en Juventus situr eftir með sárt ennið í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013-2014. Into the Last 16 we go! 🦅#SLBJUV #UCL pic.twitter.com/sDQTDngOGL— SL Benfica (@slbenfica_en) October 25, 2022 Þá vann stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain afar öruggan 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa á sama tíma í sama riðli. Lionel Messi kom liðinu í 1-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik, Kylian Mbappé bætti öðru marki við rúmum tíu mínúm síðar og Neymar skoraði þriðja mark liðsins tíu mínútum fyrir hálfleik. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 38. mínútu, en Lionel Messi bætti öðru marki sínu og fjórða marki PSG við á lokamínútu hálfleiksins og staðan því 4-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja. Gestirnir minnkuðu muninn niður í tvö mörk á ný snemma í síðari hálfleik áður en Kylian Mbappé breytti stöðunni í 5-2 á 64. mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 6-2 þegar Sean Goldberg varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Carlos Soler negldi svo seinasta naglann í kistu gestanna þegar hann skoraði sjöunda mark PSG á 84 mínútu og niðurstaðan því 7-2 sigur Parísaliðsins. PSG trónir því á toppi H-riðils með 11 stig þegar ein umferð er eftir, átta stigum meira en Maccabi Haifa sem rekur lestina. PSG er því á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en Maccabi Haifa er enn í harðri baráttu við Juventus um þriðja sætið sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Úrslit kvöldsins E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
E-riðill FC Salzburg 1-2 Chelsea Dinamo Zagreb 0-4 AC Milan F-riðill Celtic 1-1 Shakhtar Donetsk RB Leipzig 3-2 Real Madrid G-riðill Sevilla 3-0 FC Kaupmannahöfn Borussia Dortmund 0-0 Manchester City H-riðill Benfica 4-3 Juventus Paris Saint-Germain 7-2 Maccabi Haifa
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira