„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 21:55 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“ Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“
Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20