Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 15:01 Tiago Fernandes og Adam Ægir Pálsson í síðasta leik Fram og Keflavíkur í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00. Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00.
Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira