Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 08:06 Bandaríkin, NATO og íslensk stjórnvöld hafa sett milljarða í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. Hér er ein af kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjahers í nýuppgerðu flugskýli Landhelgisgæslunnar á öryggissvæði flugvallarins. Vísir/HMP Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira