Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Fram 4-0 | Aftur vann Keflavík stórsigur á Fram Jón Már Ferro skrifar 29. október 2022 17:00 Keflavík hefur unnið síðustu tvo leikina gegn Fram með markatölunni 12-4. vísir/hulda margrét Keflvíkingar unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Fram í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Guðmundur Magnússon gat tryggt sér markakóngstitilinn með marki fyrir Frammara, en hann þarf að sætta sig við það að deila titlinum með Nökkva Þey Þórissyni. Fyrsta mark leiksins kom á 35.mínútu. Það var Dagur Ingi Valsson sem lagði boltann í mark gestanna. Keflavík spilaði sig upp að endamörkum hægra meginn inni í teig Fram, eftir vandræði gestanna við að koma boltanum í burtu. Adam Pálsson gaf fasta sendingu fyrir markið. Stefán Þór, markmaður Fram, varði boltann út í teiginn á Dag Inga sem gat lítið annað gert en leggja boltann í markið. Fram að þessu höfðu heimamenn verið sterkari aðilinn og pressuðu gestina oft með þeim afleiðingum að gestirnir misstu boltann á slæmum stöðum. Pressa heimamanna bar aftur árangur snemma í seinni hálfleik þegar Patrik Johannesen skoraði. Fred, miðjumaður Framara, gaf slæma sendingu á Patrik sem lagði boltann fyrir sig áður en hann þrumaði honum niður í hornið. Á 62. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu á fínum stað hægra meginn við vítateig gestanna. Rúnar Þór snéri boltann inn að markinu með sínum frábæra vinstri fæti. Dani Hataka reis hæst og sneiddi boltann aftur fyrir sig í fjær hornið. Útlit gestanna dökknaði heldur betur þegar um 10 mínútur lifðu leiks þegar Patrik Johannesen skoraði eftir undirbúning stoðsendingarkóngsins Adams Pálsonar. Síðustu mínútur leiksins lituðust mjög af því að lítið var undir. Framara hefðu þó mátt gera meira til þess að leggja upp færi á Guðmund Magnússon, þvi hann hefði getað unnið markakóngstitilinn með einu marki. Af hverju vann Keflavík? Vel skipulagður varnarleikur þeirra á vallarhelming Fram skóp þennan sigur í dag. Þeir leiddu gestina oftar en ekki í gildru og refsuðu fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Adam Ægir Pálsson var iðinn við kolann í dag. Hann fékk oftar en ekki boltann í kringum teig Framara og reyndi svo að leggja upp á liðsfélaga sína. Það sást langar leiðir að hann vildi ólmur ná stoðsendingartitlinum. Það hefur sennilega aldrei verið jafn augljóst að leikmaður vilji frekar leggja upp mörk en skora þau sjálfur og í dag. Adam horfði varla á markið þrátt fyrir að geta oftar en ekki skotið úr fínum færum. Dagur Ingi var mjög flottur í fyrri hálfleik. Var duglegur að vinna fyrir liðið og fór vel með boltann framarlega á vellinum. Patrik Johannesen skoraði tvö mörk og skilaði fínu dagsverki. Annars var flottur liðsbragur á Keflvíkingum og erfitt að taka út einhverja sérstaka. Hvað gekk illa? Frömurum gekk illa sóknarlega í dag. Gestirnir voru mikið í því að reyna byggja upp sóknir frá varnarlínu sinni en gekk illa að klára þær með að skapa færi. Oft fóru sendingarnar á miðjumenn Keflavíkur sem náðu að nýta sér það. Besta deild karla Keflavík ÍF Fram
Keflvíkingar unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Fram í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Guðmundur Magnússon gat tryggt sér markakóngstitilinn með marki fyrir Frammara, en hann þarf að sætta sig við það að deila titlinum með Nökkva Þey Þórissyni. Fyrsta mark leiksins kom á 35.mínútu. Það var Dagur Ingi Valsson sem lagði boltann í mark gestanna. Keflavík spilaði sig upp að endamörkum hægra meginn inni í teig Fram, eftir vandræði gestanna við að koma boltanum í burtu. Adam Pálsson gaf fasta sendingu fyrir markið. Stefán Þór, markmaður Fram, varði boltann út í teiginn á Dag Inga sem gat lítið annað gert en leggja boltann í markið. Fram að þessu höfðu heimamenn verið sterkari aðilinn og pressuðu gestina oft með þeim afleiðingum að gestirnir misstu boltann á slæmum stöðum. Pressa heimamanna bar aftur árangur snemma í seinni hálfleik þegar Patrik Johannesen skoraði. Fred, miðjumaður Framara, gaf slæma sendingu á Patrik sem lagði boltann fyrir sig áður en hann þrumaði honum niður í hornið. Á 62. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu á fínum stað hægra meginn við vítateig gestanna. Rúnar Þór snéri boltann inn að markinu með sínum frábæra vinstri fæti. Dani Hataka reis hæst og sneiddi boltann aftur fyrir sig í fjær hornið. Útlit gestanna dökknaði heldur betur þegar um 10 mínútur lifðu leiks þegar Patrik Johannesen skoraði eftir undirbúning stoðsendingarkóngsins Adams Pálsonar. Síðustu mínútur leiksins lituðust mjög af því að lítið var undir. Framara hefðu þó mátt gera meira til þess að leggja upp færi á Guðmund Magnússon, þvi hann hefði getað unnið markakóngstitilinn með einu marki. Af hverju vann Keflavík? Vel skipulagður varnarleikur þeirra á vallarhelming Fram skóp þennan sigur í dag. Þeir leiddu gestina oftar en ekki í gildru og refsuðu fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Adam Ægir Pálsson var iðinn við kolann í dag. Hann fékk oftar en ekki boltann í kringum teig Framara og reyndi svo að leggja upp á liðsfélaga sína. Það sást langar leiðir að hann vildi ólmur ná stoðsendingartitlinum. Það hefur sennilega aldrei verið jafn augljóst að leikmaður vilji frekar leggja upp mörk en skora þau sjálfur og í dag. Adam horfði varla á markið þrátt fyrir að geta oftar en ekki skotið úr fínum færum. Dagur Ingi var mjög flottur í fyrri hálfleik. Var duglegur að vinna fyrir liðið og fór vel með boltann framarlega á vellinum. Patrik Johannesen skoraði tvö mörk og skilaði fínu dagsverki. Annars var flottur liðsbragur á Keflvíkingum og erfitt að taka út einhverja sérstaka. Hvað gekk illa? Frömurum gekk illa sóknarlega í dag. Gestirnir voru mikið í því að reyna byggja upp sóknir frá varnarlínu sinni en gekk illa að klára þær með að skapa færi. Oft fóru sendingarnar á miðjumenn Keflavíkur sem náðu að nýta sér það.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti