Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2022 14:01 Þjófarnir rændu einni flösku af Chateau d´Yquem frá árinu 1806, sem metin er á andvirði 45 milljóna íslenskra króna. Wikimedia Commons Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira