Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Ellen Geirsdóttir Håkansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. október 2022 20:27 Kristrún fór með stefnuræðu sína í dag. Stöð 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira