Lífið

Heidi Klum mætti sem ormur

Elísabet Hanna skrifar
Hér má sjá Heidi liggjandi á dreglinum sem ormur.
Hér má sjá Heidi liggjandi á dreglinum sem ormur. Getty/Taylor Hill

Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir það að klæðast stórkostlegum búningum á hrekkjavöku sem eru í raun listaverk. Í ár hélt hún í hefðina og mætti klædd sem ormur og lá á gólfinu í viðtölunum sem hún fór í. 

Eiginmaður hennar Tom Kaulitz fór sem blóðugur veiðimaður og var því um parabúning að ræða. „Ég held að ég hafi aldrei fengið jafn mikla innilokunarkennd og ég mun fá þetta kvöld,“ sagði hún nýlega í viðtali þegar hún var spurð um búninginn sem hún myndi klæðast. 

Glæsilegt par.Getty/Taylor Hill

Heidi hefur haldið hrekkjavökupartý árlega á Tao en síðustu tvö ár féll það niður vegna heimsfaraldursins.

Undir lok kvöldsins fór hún úr búningnum en hélt andlitinu.Getty/Noam Galai

Líkt og áður sagði er fyrirsætan þekkt fyrir þá búninga sem hún hefur klæðst í fortíðinni en hér að neðan má sjá nokkra slíka:

Heidi Klum og Tom Kaulitz árið 2019, síðast þegar boðið var haldið.Getty/Gotham
Hér er hún afskaplega óhugnarleg árið 2011 líkt og hún hafi labbað út af sýningunni Bodies: The Exhibition.Getty/Paul Zimmerman
Hér er hún einnig árið 2011 sem api ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum Seal.Getty/Paul Zimmerman
Árið 2013 var hún ellismellur.Getty/Mike Coppola
2014 var hún fiðrildi.Getty/Dimitrios Kambouris
Árið 2015 var hún Jessica Rabbit.Getty/Nicholas Hunt
Árði 2017 var hún Michael Jackson í Thriller og mætti með allt myndbandið með sér.Getty/Michael Stewart
Heidi Klum árið 2018 sem Fiona í Shrek.Getty/Taylor Hill
Árið 2016 mætti hún með fimm klón af sér.Getty/Michael Stewart


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×