„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:33 Wilhelm og Ingibjörg eru tvö þeirra sem höfðuðu mál fyrir hönd Gráa hersins vegna skerðinga á réttindum Vísir/Egill Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm. Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm.
Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24
Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53
Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48