Sigfús ekki hissa á velgengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Sigfús Sigurðsson var hrifinn af framimstöðu Vals gegn Benidorm. Vísir/Skjáskot Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni. „Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
„Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira