Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 23:38 Ryðguð hjól í Rínarfljóti. epa Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa. Veður Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um ástand loftlags í Evrópu. Veðurstofan greinir frá niðustöðum skýrslunnar á vef sínum. Þar segir einnig að hiti í Evrópu hafi á árabilinu 1991-2021 hækkað um 0,5 gráður á selsíus á áratug. Afleiðingarnar séu meðal annars þynning jökla á Alpasvæðum og bráðnun ísbreiðunnar á Grænlandi sem valdi hækkandi sjávarstöðu víðast hvar um álfuna. Árið 2021 leiddi aftakaveður og aðrir loftslagstengdir atburðir til hundruða dauðsfalla, hafði bein áhrif á meira en hálfa milljón íbúa og olli fjárhagslegu tjóni sem nemur meira en 50 milljörðum Bandaríkjadala. Í skýrslunni segir að um það bil 84% þessara atburða hafi verið flóð eða óveður. Sjá einnig: Hlýnun gerði þurrka í sumar tuttugufalt líklegri en ella Aðalrittari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, Tetteri Taalas segir hamfarir undanfarna mánuði minna á að þó samfélög séu vel undirbúin séu þau ekki örugg fyrir áhrifum aftakaveðurs. „Í ár, eins og árið 2021, hafa gríðarlegar hitabylgjur og þurrkar herjað á stór svæði í Evrópu og meðal annars leitt til gróðurelda. Árið 2021 leiddu mikil flóð til dauðsfalla og eyðileggingar,“ er haft eftir Tetteri. Yfirlit yfir nokkra atburði sem höfðu mikil áhrif á Evrópulönd árið 2021 (gögn frá Veður- og loftslagsþjónustu Þýskalands, DWD).veðurstofan Ljós í myrkrinu Samkvæmt skýrslunni hefur þó fjöldi Evrópuríkja náð góðum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Losun hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur samkvæmt skýrslunni dregist saman um 31 prósent á árabilinu 1990-2020 og stefnt er að því að samdráttur verði 55% fyrir árið 2030. Evrópa stendur einnig framarlega hvað varðar samstarf um aðgerðir í loftslagsmálum þvert á landamæri auk þess sem álfan er leiðandi í þróun viðbragðsáætlana sem miða að því að tryggja öryggi íbúa.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira