„Mörgum spurningum ósvarað“ um brottflutning hælisleitenda Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 11:54 Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hefur kallað dómsmálaráðherra á fund allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra fór víða um Reykjavík í gærkvöld og sótti hælisleitendur sem síðan voru fluttir úr landi með flugvél í morgunsárið. Margir þeirra njóta þegar verndar í öðrum löndum og hafa fengið endanlega synjun hér. Á meðal þeirra 15 sem var sóttur á slíkum forsendum var hinn fatlaði Hussein Hussein frá Írak, en á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sést þegar hann er tekinn úr hjólastól sínum og færður inn í bifreið. Hussein var því næst fluttur úr landi í umræddri flugvél en hjólastóll hans var að sögn ríkislögreglustjóra sendur með honum á áfangastað. Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður Hussein, Claudia Wilson, hefur kært framferði yfirvalda til Mannréttindadómstóls Evrópu. Til stóð að réttarhöld færu fram í máli hans 18. nóvember þar sem hann fór þess á leit að fá efnislega meðferð síns máls hér á landi. „Þetta var náttúrulega gert fyrirvaralaust. Ég fékk að vita um þetta bara seinnipart dags í gær og frá þeim tíma hafði ég verið að reyna að tala við þau og hitta þau og beiðni um að hitta þau var hafnað,“ segir Claudia. Hún segir að heilsu skjólstæðings síns hafi hrakað talsvert að undanförnu og að nú liggi ekki annað fyrir en að hann hafi verið fluttur úr landi í því ástandi. Gæta þurfi hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu Fréttirnar af brottflutningi Hussein vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna var á meðal þeirra sem brugðust við og óskaði eftir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mætti á fund allsherjarnefndar til að skýra málið. Jón komst ekki vegna skamms fyrirvara. „Mér finnst bara mörgum óspurningum svarað sem við erum að kalla eftir. Það er auðvitað þannig að hér fá ekki allir vernd og það er sárt og það er erfitt þegar fólki er brottvísað. En þannig eru nú bara lög og reglur og við erum að vinna eftir þeim. Fólk hefur hér ákveðin tækifæri til að leita réttar síns og ákveðnar leiðir sem það getur farið, en þegar þær eru tæmdar og fólk fær ekki vernd, þá þarf það að fara. Ég held að það sé málið með langflesta sem átti við þar í gær. Ég þekki ekki einstök mál en veit það þó að þarna voru engin börn. Við þurfum að fá svör við því hvort þetta fólk hafi átt rétt á að mál þeirra yrði til endurskoðunar núna 18. nóvember. Af hverju lá þá á að það færi? Það eru spurningarnar sem mig langar að fá svör við,“ segir Jódís í samtali við fréttastofu. Jódís segir þó að stefna VG sé skýr, að sérstaklega eigi að gæta hagsmuna fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem fatlaðs fólks eða hinsegin fólks, og að hér vakni spurningar um það hvort það hafi verið gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði á svipuðum nótum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt séu manneskjur sem hafi þegar fullreynt öll úrræði í okkar kerfi en ég að sjálfsögðu hef engar nánari upplýsingar um þessa einstaklinga. En það sem mér finnst mikilvægt er að við skoðum sérstaklega stöðu fólks sem er í svona viðkvæmri stöðu eins og þessi fatlaði maður sem þarna var nefndur,“ sagði Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mál Hussein Hussein Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira