Mourinho kom Roma í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 22:26 Nicola Zaniolo fagnar marki sínu í kvöld en Roma fer í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni. Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Sjá meira
Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57