Mourinho kom Roma í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 22:26 Nicola Zaniolo fagnar marki sínu í kvöld en Roma fer í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni. Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57