Síðasti þáttur Í ljósi sögunnar kom út þann 5. ágúst síðastliðinn. Sá þáttur fjallaði um fjöllistamanninn Claude Cahun sem stóð í andspyrnu gegn Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld.
Síðan þá hefur ekki einn einasti þáttur komið út og eru aðdáendur margir hverjir orðnir ansi óþreyjufullir.
Það er verulegur skortur á upplýsingaflæði frá RÚV um hvað sé í gangi þegar það koma ekki nýir þættir af Í ljósi sögunnar á föstudögum.
— Heiða (@ragnheidur_kr) September 3, 2022
Nú er kominn heill MÁNUÐUR frá síðasta þætti.
Er hún hætt? Eða í pásu? Fríi? Hve lengi?
Ég get ekki þessa óvissu meir.
Í samtali við fréttastofu segir Vera Illugadóttir, þáttastjórnandi Í ljósi sögunnar, að hún hafi verið í öðrum verkefnum hjá Rás 1 síðustu mánuði og því ekki getað gert þátt.
„Ég er búin að vera í Þetta helst í hádegisútvarpinu síðustu þrjá mánuði eða svo,“ segir Vera.
Það er þó ekki langt í næsta þátt, hann kemur út seinna í mánuðinum. Nú er það bara að bíða aðeins lengur og fylgjast með á föstudögum hvort þátturinn birtist á helstu hlaðvarpsveitum.