Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 14:40 Fjölmargar ISIS-konur hefur verið haldið í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar þrjár voru fluttar til Danmerkur í október í fyrra og voru strax handteknar. EPA/AHMED MARDNLI Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga. Danmörk Sýrland Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga.
Danmörk Sýrland Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira