Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2022 07:00 Völlurinn er ekki einungis fyrir eldri borgara heldur hafa ungmenni einnig fengið að prófa að pútta. Grunnskólinn á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi. Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Árið 2007 var glæstum púttvelli komið fyrir beint fyrir framan Hlíf, íbúðir aldraða á Ísafirði. Við hliðina á vellinum má svo finna sjúkrahús bæjarins og Eyri, hjúkrunarheimili bæjarins. Völlurinn var reistur fyrir tilstillan FEBÍ og er einungis einn annan jafn glæsilegan púttvöll að finna á landinu, í Keflavík. Lengi hafa Ísfirðingar verið með það í vinnslu að byggja nýja álmu við Eyri og fjölga þannig hjúkrunarrýmum. Upphaflega þegar verkefnið var kynnt átti nýja álman að vera norðaustanmegin við húsið, þar sem nú er bílastæði. Það er þó ekki lengur planið heldur eru tillögur um að byggja annað hvort við suðausturhlið byggingarinnar eða suðvesturhliðina, þar sem púttvöllurinn er. Í kjölfar þess sem tillögurnar voru kynntar sendi FEBÍ, ásamt Kubbi, íþróttafélags eldri borgara á Ísafirði, erindi til bæjarstjórnar. Áformum um viðbyggingu var fagnað en lýstu félögin yfir áhyggjum sínum að púttvöllur félagsins eigi að hverfa á brott. Púttvöllurinn verði látinn í friði Í samtali við fréttastofu segir Sigrún C. Halldórsdóttir, formaður FEBÍ, að meðlimum félagsins sé brugðið. Hún efast um að bæjaryfirvöld skilji hvað það að færa völlinn felur í sér. „Ef þeir ætla að fara yfir púttvöllinn þurfa þeir að byrja á því, ekki bara að afhenda okkur nýjan púttvöll, heldur færa allar lagnir sem eru þarna undir púttvellinum. Það er skólp og rafmagn í allar áttir. Það er hundrað milljóna dæmi að færa þennan púttvöll. Við viljum að púttvöllurinn sé látinn í friði og farið sé í upprunalegu teikninguna,“ segir Sigrún. Eiga ekki til orð Þúsundir manna heimsækja völlinn ár hvert að sögn Sigrúnar. Í sumar var haldið stórt mót á vellinum þar sem fólk alls staðar af landinu kom saman og púttaði. Sigrún segir gesti mótsins ekki hafa átt orð yfir hvað Ísfirðingar ættu flottan púttvöll. Bæjarráð vísaði erindi FEBÍ og Kubbs yfir til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þar verður málið tekið fyrir, væntanlega á næsta fundi sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.
Ísafjarðarbær Hjúkrunarheimili Golf Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Mest lesið Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira