Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 19:21 Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað á undanförnum árum í Reykjavík. Í vesturbænum er fjöldi íbúða að rísa þessa dagana. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í árlegri kynningu Reykjavíkurborgar á stöðu húsnæðisuppbyggingar og hvað væri framundan sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgarstjóri síðustu fimm ár hafa verið metár en næstu tíu ár yrðu enn þá stærri. Gríðarleg uppbygging væri framunan um alla borg, bæði á þéttingarreitum og nýjum byggingarsvæðum. Langtímameðaltalsfjöldi nýrra íbúða hafi verið 600 íbúðir á ári en á næstu fimm árum gæti meðaltalið orðið allt að þrjú þúsund. Það stæði því ekki á borginni við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dagur B. Eggertsson segir fjármálastofnanir ráða miklu um hraðan á íbúðaruppbyggingunni.Vísir/Vilhelm „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ segir Dagur. Það hafi síðast gerst árið 2019 þegar allir bankarnir hafi dregið úr lánum til nýrra verkefna. „Það framkallaði síðan smá dýfu í framboðinu þótt það hafi síðan náðst aftur upp. Við köllum í raun eftir umræðu um það hvernig við getum tryggt betra jafnvægi í framkvæmdafjármögnun, betra jafnvægi í uppbyggingarfjármögnun. Þannig að íbúðauppbyggingin haldist í hendur við þá miklu fjölgun íbúa sem við sjáum í Reykjavík og annars staðar,“ segir borgarstjóri. Uppbygging íbúða víða í borginni taka mið af væntanlegri borgarlínu.Reykjavíkurborg Undanfarin misseri hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti til að vinna gegn verðbólgu. Dagur segir að vaxtalækkunin árin þar á undan hafi nánast framkallað verðbólgu að sumu leyti. Gangi áætlanir hins vegar eftir muni stór hluti nýrra íbúða verða á félagslegum forsendum. „Það eru hin stóru tíðindin. Við erum að tryggja að á hverjum einasta uppbyggingarreit, með samningum við uppbyggingaraðila, að hluti íbúðanna sé félagslegur og þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þannig að við fáum félagslega blöndun um alla borg,“ segir Dagur. Þá tekur uppbyggingin víða mið af væntanlegri borgarlínu. Fyrsti áfangi hennar verður bygging Fossvogsbrúar sem framkvæmdir hefjist vonandi við á næsta ári. Það líða nokkur ár þangað til borgarlínuvagnarnir fara að keyra. Íbúðir sem byrjað er að byggja í dag munu heldur ekki rísa fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Þannig að við viljum að þetta haldist í hendur. Þannig að 2026, 2027 verði þetta komið á fullt. Bæði borgarlínan og íbúðir í nágrenni hennar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30