Ríkið sýknað á ný af milljónakröfu Sigurðar G. Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 22:19 Sigurður taldi að bæði ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri hafi virt skýringar hans á ráðstöfun söluandvirðis einkahlutafélagsins Dýrfisks ehf. að vettugi án viðhlítandi rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum. Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira