Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 08:29 Dómarar Landsréttar töldu brot mannsins gegn konunni voru ófyrirleitin og að hann ætti sér engar málsbætur. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira