Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 11:06 Héraðssaksóknari sótti málið. Einn dómaranna við Landsrétt taldi að ákæran gegn manninum hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins, þar á meðal framburð brotaþolans. Vísir/Vilhelm Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira