Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 09:31 Gnýir éta gras sem þjóðgarðsverðir skildu eftir fyrir þá á Samburu-náttúruverndarsvæðinu í Kenía í síðasta mánuði. Þurrkurinn í Austur-Afríku er sagður sá versti í áratugi. AP/Brian Inganga Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43