Birta gæti þurft að taka á sig sex milljarða högg við virðislækkun íbúðabréfa
![Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu, sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins en eignir í samtryggingardeild sjóðsins námu um 520 milljörðum um mitt þetta ár.](https://www.visir.is/i/D4F87C0A0CB42FBBFB6C76E5FA5572AF3CFD40EA5E1F2365C6D83E77A5A882ED_713x0.jpg)
Birta gæti orðið fyrir um sex milljarða króna tapi að núvirði ef lífeyrissjóðurinn þarf að færa niður verðmæti íbúðabréfa við tryggingafræðilegt endurmat á eignum sínum vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa um uppgreiðslu bréfanna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/2FF9B460AF6A9B6C6F40336003589212E44162E0316D981B41BC10160D6852A9_308x200.jpg)
Áform ráðherra gætu haft „jákvæð áhrif á vaxtaumhverfið,“ segir bankastjóri Arion
Bankastjóri Arion banka telur að áform fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa, eigi ekki að valda þrýstingi á fjármálamarkaði heldur geti þau haft „jákvæð áhrif“ á vaxtaumhverfið. Arion hefur fært niður virði íbúðabréfa útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum í bókum sínum fyrir um 250 milljónir króna.
![](https://www.visir.is/i/483142DB0B1E1D6353B89635DA343667F85220C578F7EBDECC7DB0626C5B1075_308x200.jpg)
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot
Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.