Neville segir að Alexander-Arnold eigi ekki að fara á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Álitsgjafar á Englandi virðast geta rætt klukkutímunum saman um Trent Alexander-Arnold og stöðu hans í enska landsliðinu. getty/Catherine Ivill Gary Neville segir að slakur varnarleikur Trents Alexander-Arnold gæti kostað hann sæti í HM-hópi Englands. Á fimmtudaginn tilkynnir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hvaða 26 leikmenn fara til Katar þar sem HM fer fram að þessu sinni. Southgate hefur úr mörgum góðum kostum að velja í stöðu hægri bakvarðar, þar á meðal Alexander-Arnold. Hann hefur þó notað Liverpool-manninn sparlega og Neville skilur af hverju. Hann segir að mistök Alexander-Arnolds gætu reynst dýr fyrir enska landsliðið í útsláttarkeppninni á HM. „Snilldin sem hann sýnir í sókninni er ekki þessa heims en við erum að tala um útsláttarkeppni og þar gæti þetta ráðist á einu augnabliki. Ég sé ekki hvernig Gareth Southgate getur farið inn í leik í útsláttarkeppni með Trent,“ sagði Neville eftir 1-2 sigur Liverpool á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ég vil að hann verði besti hægri bakvörður allra tíma, því hann býr yfir þannig hæfileikum, en eins og sást í dag gætu mistök hans reynst Liverpool dýrkeypt. Hann er of bráður og ég sé hann fá á sig vítaspyrnu á HM. Ég held að Southgate muni ekki treysta honum í útsláttarleik og hann er þegar með fjóra frábæra hægri bakverði.“ Alexander-Arnold tefldi á tæpasta vað í fyrri hálfleiknum gegn Tottenham í gær þegar hann stjakaði við Ryan Sessegnon inni í vítateig en ekkert var dæmt. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum á Tottenham leikvanginum í gær. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir þrettán leiki. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Á fimmtudaginn tilkynnir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hvaða 26 leikmenn fara til Katar þar sem HM fer fram að þessu sinni. Southgate hefur úr mörgum góðum kostum að velja í stöðu hægri bakvarðar, þar á meðal Alexander-Arnold. Hann hefur þó notað Liverpool-manninn sparlega og Neville skilur af hverju. Hann segir að mistök Alexander-Arnolds gætu reynst dýr fyrir enska landsliðið í útsláttarkeppninni á HM. „Snilldin sem hann sýnir í sókninni er ekki þessa heims en við erum að tala um útsláttarkeppni og þar gæti þetta ráðist á einu augnabliki. Ég sé ekki hvernig Gareth Southgate getur farið inn í leik í útsláttarkeppni með Trent,“ sagði Neville eftir 1-2 sigur Liverpool á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ég vil að hann verði besti hægri bakvörður allra tíma, því hann býr yfir þannig hæfileikum, en eins og sást í dag gætu mistök hans reynst Liverpool dýrkeypt. Hann er of bráður og ég sé hann fá á sig vítaspyrnu á HM. Ég held að Southgate muni ekki treysta honum í útsláttarleik og hann er þegar með fjóra frábæra hægri bakverði.“ Alexander-Arnold tefldi á tæpasta vað í fyrri hálfleiknum gegn Tottenham í gær þegar hann stjakaði við Ryan Sessegnon inni í vítateig en ekkert var dæmt. Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum á Tottenham leikvanginum í gær. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir þrettán leiki.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira