Fundurinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík.
Á heimasíðu lögreglunnar segir að markmiðið með fundinum sé að „gefa fulltrúum ríkis, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, rannsóknastofnana og annarra sem láta sig þessi mál varða tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynna nýjungar, niðurstöður rannsókna og koma á framfæri tillögum til úrbóta með það að markmiði að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi.“
Einnig kemur fram að landssamráðsfundurinn sé ein þeirra aðgerða sem finna megi í áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess fyrir árin 2019 til 2022.
Hvetja öll til að mæta
Ólöf Tara, meðlimur aktívistafélagsins Öfgar, skrifar færslu á Twitter í gær þar sem hún tjáir sig um fundinn.
Hún segir frá því að Öfgar ætli sér að mæta á fundinn og taka þátt í vinnustofunni. „Við ætlum að nýta tækifærið og gagnrýna og ýta,“ segir Ólöf. Hún hvetur öll sem geta til að mæta og taka þátt. „Gera þetta eins óþægilegt fyrir þau og hægt er.“
Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá hans.