Banna gönguferðir upp Kirkjufell Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2022 09:38 Frá og með deginum í dag verður bannað að ganga upp Kirkjufell. Bannið gildir til 15. júní á næsta ári. Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. Um miðjan október varð banaslys á Kirkjufelli við Grundarfjörð er ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Aðstæður þar voru ekki góðar en á veturna eru hlíðar fjallsins blautar og sleipar. Á laugardaginn funduðu landeigendur með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og Ferðamálastofu um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hafa orðið við göngu upp á fjallið. Í tilkynningu frá landeigendunum segir að fundarmenn hafi verið sammála um að í forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila. Því var ákveðið að banna alla uppgöngu á Kirkjufell. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar,“ segir í tilkynningunni. Bannið gildir frá og með deginum í dag og til 15. júní á næsta ári. Þá er varptíma í fjallinu lokið. Fljótlega verða sett skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss. „Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna frá landeigendum Kirkjufells við Grundarfjörð í heild sinni. Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Um miðjan október varð banaslys á Kirkjufelli við Grundarfjörð er ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Aðstæður þar voru ekki góðar en á veturna eru hlíðar fjallsins blautar og sleipar. Á laugardaginn funduðu landeigendur með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og Ferðamálastofu um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hafa orðið við göngu upp á fjallið. Í tilkynningu frá landeigendunum segir að fundarmenn hafi verið sammála um að í forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila. Því var ákveðið að banna alla uppgöngu á Kirkjufell. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar,“ segir í tilkynningunni. Bannið gildir frá og með deginum í dag og til 15. júní á næsta ári. Þá er varptíma í fjallinu lokið. Fljótlega verða sett skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss. „Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna frá landeigendum Kirkjufells við Grundarfjörð í heild sinni. Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands
Laugardaginn 5. nóvember sl. funduðu eigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum frá viðbragðsaðilum og frá Ferðamálastofu, um viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell. Fundarmenn voru sammála um að í algerum forgangi séu aðgerðir til að tryggja sem best öryggi ferðafólks og viðbragðsaðila, bæði til skemmri og lengri tíma. Tíð slys og dauðsföll ferðafólks, sem lagt hefur leið sína á Kirkjufell, kalla á enn frekari öryggisráðstafanir. Gróður í fjallinu er einnig viðkvæmur og hefur látið mikið á sjá vegna átroðnings, sem aftur dregur enn frekar úr öryggi fólks á svæðinu. Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar. Þó að varúðarskilti sem stendur við rætur Kirkjufells gefi skýrar leiðbeiningar um hvernig fólk skuli vera útbúið ef það hyggur á göngu á fjallið og við hvaða aðstæður sé ekki ráðlegt að leggja í göngu hefur ítrekað borið á því að eftir þeim leiðbeiningum sé ekki farið. Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum hafa flest slysin átt sér stað að hausti og vetri þegar aðstæður eru hvað erfiðastar og lítið má út af bregða svo fólki skriki ekki fótur og falli niður brattar hlíðarnar. Aðstæður viðbragðsaðila sem kallaðir eru til björgunar í Kirkjufelli eru ávallt erfiðar og hættulegar. Landeigendur vilja í lengstu lög forðast að björgunarfólk þurfi að leggja sjálft sig í lífshættu við að fara í erfið og krefjandi útköll á þeim tíma þegar aðstæður eru hvað varhugaverðastar. Með allt þetta í huga og til að freista þess að forða frekari slysum hafa landeigendur því ákveðið að banna uppgöngu á Kirkjufell frá og með deginum í dag og þar til varptíma í fjallinu er lokið þann 15. júní 2023. Þessu til staðfestingar verða fljótlega sett upp skilti við uppgönguleið á fjallið og á bílastæði við Kirkjufellsfoss, auk þess sem upplýsingum um þetta verður komið á framfæri með viðeigandi hætti. Samhliða verður tíminn til komandi vors nýttur til að vinna enn frekar að framtíðaröryggismálum og aðgengi á svæðinu. Í þeim tilgangi verður stofnaður samráðshópur skipaður fulltrúum landeigenda, viðbragðsaðila, Grundarfjarðarbæjar og annarra opinberra aðila sem koma að öryggismálum ferðafólks og náttúruvernd. Landeigendur biðla til allra sem koma að ferðamálum og upplýsingagjöf að áminna ferðafólk um að ganga ekki á Kirkjufell yfir vetrartímann. Er þetta gert með öryggi allra í huga. Við biðjum alla að virða þessa lokun og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í hættu! Grundarfirði, 8. nóvember 2022 Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15