Trudeau sakar Kínverja um gróf kosningaafskipti Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:48 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er ósáttur við kínversk stjórnvöld. AP/Blair Gable Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019. Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar. Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar.
Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33