Haraldur ekki á meðal þúsunda sem Elon Musk sagði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 10:55 Haraldur Þorleifsson kom fram á Airwaves um liðna helgi. Hann hefur farið fyrir verkefninu Römpum upp Reykjavík sem hefur teygt sig út á landsbyggðina. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stjórnandi Ueno, er enn á meðal stjórnenda á Twitter. Hann er ekki á meðal þeirra fjölmörgu sem sagt var upp störfum fyrir helgi. Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent