Segja að eigendur Liverpool ætli að kaupa Jude Bellingham sem kveðjugjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 12:31 Jude Bellingham fagnar marki með liði Borussia Dortmund. Getty/Lars Baron Fenway Sports Group fjárfestingafélagið á enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en það gæti breyst á næstunni því í gær kom fram að Liverpool væri til sölu. Spænska stórblaðið Marca er með stóra frétt þessu tengdu í dag en hún snýst um mögulega mikilvægustu kaup Liverpool í langan tíma. Liverpool miðjan hefur öskrandi þörf fyrir liðstyrk eins og hefur ítrekað komið í ljós á þessu tímabili þar sem Liverpool hefur verið í talsverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Could Jude Bellingham be a parting gift from Liverpool s owners? That s the talk in today s papers! #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2022 Blaðamaður Marca slær því upp að fráfarandi eigendur Liverpool ætli sér að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund sem eins konar kveðjugjöf til enska félagsins. Hinn nítján ára gamli Bellingham hefur verið frábær með liði Dortmund og hefur meðal annars borið fyrirliðabandið hjá þýska liðinu. Hann hefur allt til alls til að vera kóngur á miðjunni næstu fimmtán árin. Liverpool gæti keypt hann fyrir 87 milljónir punda en þarf ekki að eyða 130 milljónum punda ef marka má þessa frétt spænska blaðsins. BREAKING: Liverpool are going ALL-IN on Jude Bellingham and the deal is now more complicated for Real Madrid. @marca pic.twitter.com/pgL4VEzV6l— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) November 4, 2022 Liverpool ætlar að gera allt til þess að kaupa mögulega framtíðarleiðtoga á miðju liðsins. Jude Bellingham er með 4 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni og er alls með sjö mörk og tvær stoðsendingar í átján leikjum i deild og Evrópu á þessari leiktíð. Frábær spilamennska Bellingham að undanförnu hefur aukið mikið eftirspurnina eftir leikmanninum og hann gæti einnig sprungið út með enska landsliðinu á HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði. Þá gæti kaupverðið líka hækkað enn meira. Real Madrid er líka sagt mjög spennt fyrir leikmanninum og þá hafa Manchester United, Manchester City og Chelsea einnig áhuga á þessum frábæra leikmanni. Samkvæmt frétt Marca þá er Liverpool enn í forystu í kapphlaupinu eins og er. Enski boltinn Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Spænska stórblaðið Marca er með stóra frétt þessu tengdu í dag en hún snýst um mögulega mikilvægustu kaup Liverpool í langan tíma. Liverpool miðjan hefur öskrandi þörf fyrir liðstyrk eins og hefur ítrekað komið í ljós á þessu tímabili þar sem Liverpool hefur verið í talsverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Could Jude Bellingham be a parting gift from Liverpool s owners? That s the talk in today s papers! #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2022 Blaðamaður Marca slær því upp að fráfarandi eigendur Liverpool ætli sér að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund sem eins konar kveðjugjöf til enska félagsins. Hinn nítján ára gamli Bellingham hefur verið frábær með liði Dortmund og hefur meðal annars borið fyrirliðabandið hjá þýska liðinu. Hann hefur allt til alls til að vera kóngur á miðjunni næstu fimmtán árin. Liverpool gæti keypt hann fyrir 87 milljónir punda en þarf ekki að eyða 130 milljónum punda ef marka má þessa frétt spænska blaðsins. BREAKING: Liverpool are going ALL-IN on Jude Bellingham and the deal is now more complicated for Real Madrid. @marca pic.twitter.com/pgL4VEzV6l— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) November 4, 2022 Liverpool ætlar að gera allt til þess að kaupa mögulega framtíðarleiðtoga á miðju liðsins. Jude Bellingham er með 4 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni og er alls með sjö mörk og tvær stoðsendingar í átján leikjum i deild og Evrópu á þessari leiktíð. Frábær spilamennska Bellingham að undanförnu hefur aukið mikið eftirspurnina eftir leikmanninum og hann gæti einnig sprungið út með enska landsliðinu á HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði. Þá gæti kaupverðið líka hækkað enn meira. Real Madrid er líka sagt mjög spennt fyrir leikmanninum og þá hafa Manchester United, Manchester City og Chelsea einnig áhuga á þessum frábæra leikmanni. Samkvæmt frétt Marca þá er Liverpool enn í forystu í kapphlaupinu eins og er.
Enski boltinn Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira