Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Amnesty International 9. nóvember 2022 08:49 Amnesty-sokkarnir í ár eru hönnun Möggu Magnúsdóttur. Sokkarnir verða kynntir með pompi og prakt á morgun milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Laugavegi 16. Óttar Guðnason Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup. Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Krílaeggið frá Freyju er ævintýralega sætt Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira
Magga Magnúsdóttir sigraði hönnunarsamkeppni Amnesty International og Listaháskólans um Amnesty-sokkana í ár. „Það er ótrúlega skemmtilegt að hafa verið valin. Þetta er í fyrsta skipti sem hönnun eftir mig fer í framleiðslu og ég er mjög spennt að sjá sokkana í verslunum og sjá fólk nota þá. Ég á sjálf marga Amnesty sokka og hugsaði mér að þetta væri skemmtilegt tækifæri,“ segir Guðný Margrét Magnúsdóttir, eða Magga Magnúsdóttir, hönnuðurinn á bak við Amnesty-sokkana í ár. Magga sigraði hönnunarsamkeppni sem Amnesty hélt í samvinnu við Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hún stundar nám á lokaári í fatahönnun við skólann og segir ferlið við hönnun sokkanna hafa verið lærdómsríkt. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullinn er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum. Óttar Guðnason „Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal. Amnesty heldur utan um framleiðsluna en ég var sjálf í samskiptum við verksmiðjuna og þurfti að senda út teikningarnar að munstrinu og passa að litirnir væru réttir eftir þeirra litakerfi og fleira. Ég hafði aldrei gert þetta áður en kennararnir mínir voru mér til aðstoðar gegnum ferlið. Nú veit ég aðeins meira,“ segir Magga. Við hönnunina nýtti hún sér munsturáfanga sem hún fór í gegnum í skólanum. Óttar Guðnason „Einingin í munstrinu er unnin út frá fiðrildavæng sem ég vann í munsturáfanga á 1. ári. Ég hannaði endurtekningarmunstur og þá þarf að horfa í hvernig einingin dreifist og passa að það sé jafnvægi í munstrinu. Munsturgerð er sérgrein í hönnun og mjög skemmtileg. Ég vann fiðrildavænginn áfram í Photoshop, raðaði munstrinu upp og ákvarðaði hvaða stærð væri best á sokka,“ segir Magga. Sokkarnir eru komnir í sölu og verða kynntir með pompi og prakt á morgun fimmtudaginn 10. nóvember milli kl. 17-19 í versluninni Andrá Reykjavík, Laugavegi 16. Einnig er hægt að kaupa sokkana á amnesty.is, Ungfrúnni góðu og í mörgum verslunum Bónus og Hagkaup.
Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Krílaeggið frá Freyju er ævintýralega sætt Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Sjá meira