Áhersla á velferð og skólamál í Kópavogi í fjárhagsáætlun 2023 Orri Hlöðversson skrifar 9. nóvember 2022 11:31 Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun