Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:20 Fyrirhugað er að byggja mikið af íbúðarhúsnæði nálægt væntanlegri borgarlínu á næstu árum. Reykjavíkurborg Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins. Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19