Áminning læknis skal standa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 20:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. icture by GABRIELE CHAROTTE (Photo by Fairfax Media via Getty Im Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira