Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 23:31 Ósprungin eldllaug við Zakitne í Úkraínu. Myndin var tekin í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt. Í gær lýsti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Þessu hafa úkraínskir embættismenn tekið með miklum fyrirvara. Óttast þeir að mögulega ætli Rússar að egna einhvers konar gildru fyrir úkraínska herinn Kherson-borg. Hvort sem að það standi til eða ekki telja úkraínskir ráðamenn að rússneski herinn muni ekki hverfa frá svæðinu á einni nóttu. Telja þeir að um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn séu í borginni og nærliggjandi svæðum. „Það er ekki auðvelt að draga þetta herlið í burtu á einum eða tveimur dögum. Ein vika, hið minnsta,“ hefur Reuters eftir Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. Þáttaskil Heimildarmenn Reuters innan vestrænna herja og utanríkisráðuneyta vara þó við því að þetta þýði ekki að stríðið sé við það að taka enda, þó flokka megi ákvörðun Rússa í sigurdálk Úkraínu. „Þetta eru vissulega þáttaskil en þetta þýðir ekki að Rússland hafi tapað eða Úkraína sigrað,“ hefur Reuters eftir Ben Barry, rannsakanda hjá International Institute for Strategic Studies í Lundúnum. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í kvöld, að úkraínski herinn hafi frelsað 41 byggð með sókn sinni á svæðinu að undanförnu. Töluverðu púðri hefur verið eytt í að fara inn á svæðið til að eyða jarðsprengjum og öðrum búnaði sem Rússar hafa skilið eftir á svæðinu. Myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska íbúa í byggðalögum sem Rússar hafa hertekið en nú yfirgefið fagna úkraínska hernum. There will be many such videos of jubilation from liberated villages of Kherson and Mykolaiv regions in the next few days. This one is from Pavlivka, also from local social media. pic.twitter.com/qt5bEGnYVV— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 10, 2022 Í þorpi sem hefur verið í eldlínunni frá því að stríðið hófst fögnuðu íbúar því að byssurnar höfðu þagnað, í fyrsta skipti frá því að stríðið hófst. „Við vonum að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir,“ hefur Reuters eftir hinni 85 ára Nadiu Nizarenko. Here's a short clip of liberated Ukrainians seeing us for the first time.We had this all day yesterday and the day before! 🥹Like the hundreds of people we met, we also were almost overcome with emotion and tiredness. We pushed hard and fast. This is the result, happy faces ♥️ pic.twitter.com/V9BincVLJ2— Macer Gifford (@macergifford) November 10, 2022 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53 Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Í gær lýsti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Þessu hafa úkraínskir embættismenn tekið með miklum fyrirvara. Óttast þeir að mögulega ætli Rússar að egna einhvers konar gildru fyrir úkraínska herinn Kherson-borg. Hvort sem að það standi til eða ekki telja úkraínskir ráðamenn að rússneski herinn muni ekki hverfa frá svæðinu á einni nóttu. Telja þeir að um fjörutíu þúsund rússneskir hermenn séu í borginni og nærliggjandi svæðum. „Það er ekki auðvelt að draga þetta herlið í burtu á einum eða tveimur dögum. Ein vika, hið minnsta,“ hefur Reuters eftir Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu. Þáttaskil Heimildarmenn Reuters innan vestrænna herja og utanríkisráðuneyta vara þó við því að þetta þýði ekki að stríðið sé við það að taka enda, þó flokka megi ákvörðun Rússa í sigurdálk Úkraínu. „Þetta eru vissulega þáttaskil en þetta þýðir ekki að Rússland hafi tapað eða Úkraína sigrað,“ hefur Reuters eftir Ben Barry, rannsakanda hjá International Institute for Strategic Studies í Lundúnum. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í kvöld, að úkraínski herinn hafi frelsað 41 byggð með sókn sinni á svæðinu að undanförnu. Töluverðu púðri hefur verið eytt í að fara inn á svæðið til að eyða jarðsprengjum og öðrum búnaði sem Rússar hafa skilið eftir á svæðinu. Myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska íbúa í byggðalögum sem Rússar hafa hertekið en nú yfirgefið fagna úkraínska hernum. There will be many such videos of jubilation from liberated villages of Kherson and Mykolaiv regions in the next few days. This one is from Pavlivka, also from local social media. pic.twitter.com/qt5bEGnYVV— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 10, 2022 Í þorpi sem hefur verið í eldlínunni frá því að stríðið hófst fögnuðu íbúar því að byssurnar höfðu þagnað, í fyrsta skipti frá því að stríðið hófst. „Við vonum að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir,“ hefur Reuters eftir hinni 85 ára Nadiu Nizarenko. Here's a short clip of liberated Ukrainians seeing us for the first time.We had this all day yesterday and the day before! 🥹Like the hundreds of people we met, we also were almost overcome with emotion and tiredness. We pushed hard and fast. This is the result, happy faces ♥️ pic.twitter.com/V9BincVLJ2— Macer Gifford (@macergifford) November 10, 2022
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53 Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. 10. nóvember 2022 11:53
Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. 9. nóvember 2022 15:19
Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48