„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 23:15 Elvar Már Friðriksson skoraði nítján í tapinu fyrir Georgíu. vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. „Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50
Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10