Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. nóvember 2022 15:39 Getty Images Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu. Spánn Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu.
Spánn Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira