9. umferð CS:GO: Hart barist á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. nóvember 2022 14:15 NÚ, Þór og Dusty eru jöfn að stigum á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO þegar tímabilið er hálfnað. Leikir vikunnar Fylkir 2 – 16 Breiðablik Umferðin hófst í Vertigo þar sem Fylkir tók á móti Breiðabliki. Liðin skiptu með sér fyrstu fjórum lotunum en að þeim loknum sá Fylkir ekki til sólar. WNKR leiddi Breiðablik framan af en um miðbik leiksins skaut Viruz sig í gang á vappanum. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í þessum mjög svo einhliða leik. Viðstöðu 8 – 16 LAVA Liðin mættust í Inferno kortinu þar sem LAVA hafði leikinn algjörlega í höndum sér í fyrri hálfleik. Leikmenn Viðstöðu voru lengi í gang og mikið vantaði upp á bæði samskipti og fjárhag liðsins. Stalz, TripleG og Goa7er voru hins vegar eldheitir og var staða í hálfleik því 12–3 fyrir LAVA. Örlítið lifnaði yfir Viðstöðu í síðari hálfleiknum þar sem Blazter mætti af loks af krafti í leikinn og Viðstöðu tókst að aftengja sprengjur LAVA. Þolinmæði og gott samspil LAVA borgaði sig þó og stóð liðið uppi sem sigurvegari að lokum. SAGA 16 – 14 Ármann SAGA og Ármann tókust á í Overpass og komst Ármann yfir snemma í leiknum. Þegar bæði lið voru fullvopnuð kom þó munurinn á þeim í ljós þar sem SAGA tókst ítrekað að aftengja sprengjur Ármanns og sjá við þeim í vörninni. DOM og ADHD léku einstaklega vel og hafði SAGA 5 lotu forskot þegar síðari hálfleikur hófst. Allt útlit var fyrir að sá yrði stuttr þar sem SAGA komst í stöðuna 13–6 en með mikilli seiglu minnkaði Ármann muninn að lokum niður í aðeins eitt sitg. Úrslitin réðust því ekki fyrr en í síðustu lotu venjulegs leiktíma þegar DOM felldi Ofvirkan og tryggði SAGA stigin tvö. TEN5ION 10 – 16 NÚ Leikurinn fór fram í Ancient kortinu og komst TEN5ION varla að í upphafi fyrri hálfleiks þrátt fyrir ágætis tilraunir. Alltaf tókst NÚ að loka vörninni þar sem RavlE og Bjarni voru virkilega beittir og vann NÚ þannig fyrstu 8 lotur leiksins. TEN5ION fann þó taktinn undir lokin og tókst að minnka muninn í 10–5 með Moshii í fararbroddi. TEN5ION stillti svo upp góðri vörn í síðari hálfleik þar sem hvorki gekk né rak hjá NÚ á tímabili en þegar á reyndi tókst NÚ að halda aftur af endurtökutilraunum TEN5ION og klára leikinn í síðustu þremur lotunum. Dusty 16 – 10 Þór Það var spenna í loftinu þegar Dusty og Þór, sem hafa háð harða baráttu á tímabilinu, mættust loksins í síðasta leik fyrri umferðar tímabilsins. Leikurinn fór fram í Dust 2 og hóf Þór leikinn í vörn. Dusty vann fyrstu 3 loturnar en vörn Þórs var öflug þar sem Minidegreez hélt miðjunni vel með vappanum og komst liðið yfir í 6–3. Þá skipuðust veður í lofti þar sem Dusty náði að hafa betur í upphafseinvígunum og skapa sér góð tækifæri. Staðan var því eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Dusty, þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks kom í ljós að Dusty komu mun agaðari, skipulagðari og betur undirbúnir í leikinn og innsiglaði Detinate sigur liðsins í 26. lotu með skammbyssuna eina að vopni. Staðan Úrslit þessarar umferðar gera það að verkum að NÚ, Þór og Dusty skipa sér í efstu þrjú sætin, en þetta er liðin sem hafa gert sig hvað líklegust til að vinna deildina hingað til. Innbyrðis viðureignir liðanna ráða því hvernig þau raðast á töflunni en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun þróast á síðari helmingi tímabilsins. Ármann, LAVA og Breiðablik sitja svo í 4.-6. sæti með 10 stig hvert og geta öll gert atlögu að toppsætunum ef úrslit annarra leikja eru þeim hagstæð. SAGA og Viðstöðu fylgja þeim eftir en á botninum sitja Fylkir og TEN5ION. TEN5ION hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu og það er ljóst að einhverjar breytingar verða að eiga sér stað ætli liðið að halda sér í deildinni á næsta tímabili. Fylkir er ekki langt á eftir Viðstöðu og SAGA og haldi liðið rétt á rifflunum er aldrei að vita nema þeim takist að smeygja sér upp úr umspilssætinu þegar upp er staðið. Næstu leikir Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram næstu vikur en þegar deildin snýr aftur er dagskrá 10. umferðar eftirfarandi: TEN5ION–SAGA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 19:30 Þór–LAVA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 20:30 Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Ármann–Viðstöðu, fimmtudaginn 1. des., kl: 20:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46 Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti
Leikir vikunnar Fylkir 2 – 16 Breiðablik Umferðin hófst í Vertigo þar sem Fylkir tók á móti Breiðabliki. Liðin skiptu með sér fyrstu fjórum lotunum en að þeim loknum sá Fylkir ekki til sólar. WNKR leiddi Breiðablik framan af en um miðbik leiksins skaut Viruz sig í gang á vappanum. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í þessum mjög svo einhliða leik. Viðstöðu 8 – 16 LAVA Liðin mættust í Inferno kortinu þar sem LAVA hafði leikinn algjörlega í höndum sér í fyrri hálfleik. Leikmenn Viðstöðu voru lengi í gang og mikið vantaði upp á bæði samskipti og fjárhag liðsins. Stalz, TripleG og Goa7er voru hins vegar eldheitir og var staða í hálfleik því 12–3 fyrir LAVA. Örlítið lifnaði yfir Viðstöðu í síðari hálfleiknum þar sem Blazter mætti af loks af krafti í leikinn og Viðstöðu tókst að aftengja sprengjur LAVA. Þolinmæði og gott samspil LAVA borgaði sig þó og stóð liðið uppi sem sigurvegari að lokum. SAGA 16 – 14 Ármann SAGA og Ármann tókust á í Overpass og komst Ármann yfir snemma í leiknum. Þegar bæði lið voru fullvopnuð kom þó munurinn á þeim í ljós þar sem SAGA tókst ítrekað að aftengja sprengjur Ármanns og sjá við þeim í vörninni. DOM og ADHD léku einstaklega vel og hafði SAGA 5 lotu forskot þegar síðari hálfleikur hófst. Allt útlit var fyrir að sá yrði stuttr þar sem SAGA komst í stöðuna 13–6 en með mikilli seiglu minnkaði Ármann muninn að lokum niður í aðeins eitt sitg. Úrslitin réðust því ekki fyrr en í síðustu lotu venjulegs leiktíma þegar DOM felldi Ofvirkan og tryggði SAGA stigin tvö. TEN5ION 10 – 16 NÚ Leikurinn fór fram í Ancient kortinu og komst TEN5ION varla að í upphafi fyrri hálfleiks þrátt fyrir ágætis tilraunir. Alltaf tókst NÚ að loka vörninni þar sem RavlE og Bjarni voru virkilega beittir og vann NÚ þannig fyrstu 8 lotur leiksins. TEN5ION fann þó taktinn undir lokin og tókst að minnka muninn í 10–5 með Moshii í fararbroddi. TEN5ION stillti svo upp góðri vörn í síðari hálfleik þar sem hvorki gekk né rak hjá NÚ á tímabili en þegar á reyndi tókst NÚ að halda aftur af endurtökutilraunum TEN5ION og klára leikinn í síðustu þremur lotunum. Dusty 16 – 10 Þór Það var spenna í loftinu þegar Dusty og Þór, sem hafa háð harða baráttu á tímabilinu, mættust loksins í síðasta leik fyrri umferðar tímabilsins. Leikurinn fór fram í Dust 2 og hóf Þór leikinn í vörn. Dusty vann fyrstu 3 loturnar en vörn Þórs var öflug þar sem Minidegreez hélt miðjunni vel með vappanum og komst liðið yfir í 6–3. Þá skipuðust veður í lofti þar sem Dusty náði að hafa betur í upphafseinvígunum og skapa sér góð tækifæri. Staðan var því eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Dusty, þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks kom í ljós að Dusty komu mun agaðari, skipulagðari og betur undirbúnir í leikinn og innsiglaði Detinate sigur liðsins í 26. lotu með skammbyssuna eina að vopni. Staðan Úrslit þessarar umferðar gera það að verkum að NÚ, Þór og Dusty skipa sér í efstu þrjú sætin, en þetta er liðin sem hafa gert sig hvað líklegust til að vinna deildina hingað til. Innbyrðis viðureignir liðanna ráða því hvernig þau raðast á töflunni en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun þróast á síðari helmingi tímabilsins. Ármann, LAVA og Breiðablik sitja svo í 4.-6. sæti með 10 stig hvert og geta öll gert atlögu að toppsætunum ef úrslit annarra leikja eru þeim hagstæð. SAGA og Viðstöðu fylgja þeim eftir en á botninum sitja Fylkir og TEN5ION. TEN5ION hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu og það er ljóst að einhverjar breytingar verða að eiga sér stað ætli liðið að halda sér í deildinni á næsta tímabili. Fylkir er ekki langt á eftir Viðstöðu og SAGA og haldi liðið rétt á rifflunum er aldrei að vita nema þeim takist að smeygja sér upp úr umspilssætinu þegar upp er staðið. Næstu leikir Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram næstu vikur en þegar deildin snýr aftur er dagskrá 10. umferðar eftirfarandi: TEN5ION–SAGA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 19:30 Þór–LAVA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 20:30 Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Ármann–Viðstöðu, fimmtudaginn 1. des., kl: 20:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46 Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti
Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46
Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44