Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. nóvember 2022 22:06 Það var varla að sjá á Einari að hann hefði verið við stanslausa hreyfingu í heilar fimmtíu klukkustundir. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Reykjavík Góðverk Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavík Góðverk Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent