Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:05 Cristiano Ronaldo er ekki aðdáandi Erik ten Hag. Steve Bardens/Getty Images Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira