Messi grínaðist með slæmu áhrif Guardiola á fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 17:00 Lionel Messi og Pep Guardiola á sínum tíma þegar þeir voru að vinna saman hjá Barcelona. Getty/Manuel Queimadelos Lionel Messi og Pep Guardiola bera endalaust virðingu fyrir hvorum öðrum og það er nóg til að hrósi þegar þeir ræða hvorn annan í fjölmiðlaviðtölum. Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022 Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira