Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 09:57 Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands mun flytja hugvekju á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem hefst í dag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna sé lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu. Er þar lögð sérstök áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Ráðherranefndinni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins. „Íslensk tunga er ómetanleg fyrir íslenskt samfélag. Hins vegar stendur tungumálið frammi fyrir áskorunum í örum tækni- og samfélagsbreytingum sem mikilvægt er að bregðast við. Við verðum að auka aðgengi að og miðlun á íslensku efni og efla kennslu fyrir fjölbreytta samfélagshópa ásamt því að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eiga fast sæti í ráðherranefndinni. Munu ráðuneyti þeirra hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu. Fyrrnefnt málþing Íslenskan er okkar allra hefst kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Á málþinginu verður fjallað um stöðu íslenskunnar út frá ýmsum hliðum samfélagsins og flytur Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hugvekju. Íslensk tunga Vigdís Finnbogadóttir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslenska í ensku hagkerfi Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. 21. október 2022 13:00 Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna sé lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu. Er þar lögð sérstök áhersla á að börn og ungmenni nýti tungumálið og á stuðning við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. Ráðherranefndinni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins. „Íslensk tunga er ómetanleg fyrir íslenskt samfélag. Hins vegar stendur tungumálið frammi fyrir áskorunum í örum tækni- og samfélagsbreytingum sem mikilvægt er að bregðast við. Við verðum að auka aðgengi að og miðlun á íslensku efni og efla kennslu fyrir fjölbreytta samfélagshópa ásamt því að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eiga fast sæti í ráðherranefndinni. Munu ráðuneyti þeirra hafa umsjón með skilgreindum áherslum sem verða útfærð í aðgerðaáætlun um íslenska tungu. Fyrrnefnt málþing Íslenskan er okkar allra hefst kl. 16 í Veröld – húsi Vigdísar. Á málþinginu verður fjallað um stöðu íslenskunnar út frá ýmsum hliðum samfélagsins og flytur Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hugvekju.
Íslensk tunga Vigdís Finnbogadóttir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslenska í ensku hagkerfi Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. 21. október 2022 13:00 Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íslenska í ensku hagkerfi Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. 21. október 2022 13:00
Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23