Yfir hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk með Fylki Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 23:35 Eldri borgarar koma reglulega saman og stunda líkamsrækt hjá Fylki. Stöð 2/Arnar Hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk tvisvar í viku hjá íþróttafélaginu Fylki, sá elsti 92 ára. Námskeiðið er liður í að efla lýðheilsu þjóðarinnar. „Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor. Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor.
Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira